You are here

Nafnlaus

Höfundur: 
ýmsir
Ástand: 
sæmilegt
Útgáfuár: 
1910
SKU: Þ-127

Hér er innbundin bók með afar ljóta kápu og líklega vantar 1-3 fremstu síðurnar. Bókin hefst á sögunni Á Vegamótum eftir Einar Hjörleifsson. Þá kemur stutt grein um Móðurmálið og síðan alllöng  grein um sjálfstæðisbaráttu Noregs árið 1905. Síðan eru ýmislegt efni m.a. fjallað um Konráð Gíslason og Leo Tolstoj. Á blaðs. 382 er svo farið að fjalla um mannslát og slysfarir. Á blaðs. 385 koma svo skýrslur og reikningar Bókmenntafélagsins árið 1908 og svo reikningar Reykjavíkurdeildarinnar árið 1907. Síðan kemur upptalning á Embættismönnum Hins Ísl. Bókmenntafélags  (Reykjavíkurdeild og Kaupmannahafnardeild) Þá kemur skrá yfir heiðursfélaga og þar á eftir yfir almenna félaga og síðast tillög dáinna og úrgenginna félaga og listi yfir umboðsmenn félagsins.  Þannig má segja að þessi bók sem sjálfsagt er Ársrit hins Ísl. Bókmenntafélags og líklega gefin út 1910 batni eftir því sem aftar dregur.

Price: kr 1.500