Sérprentun úr Þjóðólfi 1902-1907. Í bókinni má segja að sé samtíningur úr ýmsum áttum. Bókin hefst á kvæði af Alexander blinda og þar á eftir kemur Veroniku-kvæði ekki er getið höfunda. Þá koma þrjár jólasögur sem heita Stórkaupmaðurinn og saumastúlkan. Dómarinn og Krossinn. Þá koma íslenskir sagnaþættir II. þeir heita Þáttur af Árna Grímssyni. Frá Bjarna presti í Möðrudal. Um Hjaltastaðafjandann. Frá Eiríki Styrbjarnarsyni. Metúsalem sterki í Möðrudal. Síðasti kaflinn í bókinni heitir Fáein orð um ræktun Jarðepla og er eftir Jónas Bjarnason fyrrum bónda í Fjósatungu. (þessi kafli var upphaflega gefinn út á Akureyri 1856) Bók í forlagsbandi.