Bókin er stórmerkilegt fræðirit handa almenningi eins og fyrri stórvirki höfundar um náttúru Íslands. Sem fyrr fléttar hann saman náttúrufræði, bókmenntir, sögu, þjóðtrú og þjóðlegum fróðleik. Með stórkostlegum ljósmyndum, kortum og myndskreytingum er leitast við að opna Íslendingum sýn á náttúru hálendisins í allri sinn dýrð. örva þá til óbyggðaferða og hvetja þá til að ígrunda mikilvægi íslenskra öræfa.