Við Alþingiskosningarnar 30 júní 1946. Útgefandi var C listinn, listi Sósíalistaflokksins. Stórskemmtilegur bæklingur með kosningatölum fyrri ára sem sýna að flokkurinn hafði verið að bæta við sig miklu fylgi. Myndir af frambjóðendum flokksins í Reykjavík og efstu mönnum í öðrum kjördæmum. Þar voru m.a. í framboði stórkanónur á borð við Halldór Laxnes, Jóhannes úr Kötlum, Áka Jakobsson Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósepsson og fleiri. Slagorð dagsins var Sósíalisminn er eina lei'ð fólksins til menningar og frelsis. Ath óbundinn- 40 síður, burðargjald verður 0 krónur til þess sem trúir á málstaðinn.