Þetta rit hefur að geyma skáldverk kvenna. Bæði frásagnir og ljóð. Í ljóðaflokknum eru stórvirkastar þær systur Herdís og Ólína Andrésdætur, en margar fleiri eiga þarna ljóð s.s. Ólöf frá Hlöðum og Þura í Garði. Þetta rit var einungis gefið út árin 1927 og 29 og hér eru báðir árgangarnir bundnir inn í eina bók. Glæsieintak í dökkgrænu skinnbandi með köflóttum kápuspjöldum. Gylling á kili og skrautbrúnir. Eintak sem telst algerlega galla laust.