Bókin hefur að geyma saltfiskuppskriftir matgæðinga eldhússins heima. Ríkulega myndskreytt bók. Þarna er m.a. myndin þegar Ólafur Helgi þá sýslumaður á Ísafirði og Jagger hittust. Með bókinni fylgir geisladiskur Ball í tjöruhúsinu með Saltfisksveit Villa Valla og Jóhönnu Þórhallsdóttur. Bókin nánast sem ný og ólíklegt að diskurinn hafi nokkru sinni verið spilaður.