Samanbundnar í eina bók aftan við er sagan af Vilmundi viðutan en hún telst nánast ónýt. Varðandi Gull-Þórissögu þá vantar saurblað fremst og titilsíða er viðgerð en þó er galli á henni. Annað er þokkalega gott nema aftasta síðan 51 sem er löskuð en þó stafheil. Í Droplaugarsona sögu er aðeins krotað með penna á eina blaðsíðu annað telst þokkalega gott.