Hér eru tvö bindi samanbundin í eina bók. Bæði voru gefin út í Winnipeg það fyrra 1923 og það síðara 1927. Í fyrra bindinu eru ljóð á fyrstu 120 blaðsíðunum en svo kemur sagan Ólafur og Kristín á síðum 121-219. Í seinna bindinu eru ljóð á fyrstu 40 blaðsíðunum en svo tekur við sagan Grísir gjalda á blaðs. 43-137. Bók í skinnbandi en aðeins sér á kápu og á titilsíðu er stimpill með Mennta Hvöt. Og svo er til óinnbundið eintak með ónýta baksíðu og hundseyru á nokkrum næstu síðum. verð 1.300 kr.