You are here

04-Hálf ónýtt en þó eitthvað nýtilegt.

Höfundur: 
Ýmsir
Ástand: 
sjá lýsingu
SKU: 04

Undir 03 og 04 eru boðnar bækur sem eru verulega gallaðar og jafnvel hálf ónýtar en þó eitthvað nýtilegt. Þetta er einkum gert fyrir þá sem eru að binda inn bækur og þurfa að fá nokkur léleg eintök til að gera úr eitt gott. verð á þessum bókum samkomulag eða tilboð.

1. Atli  útg. Kaupmannahöfn 1834 Höf Björn Halldórsson í Sauðlauksdal.   Kápa þokkaleg. Titilsíðu vantar, einnig síðuna með formálanum , blaðs. 1 og 2   225 og 226 og síður 223 og 224 teljast ónýtar. Blaðsíður 3-222 eru nánast góðar þó vottar fyrir bleykum blettum á nokkrum.

2. Piltur og stúlka önnur útg. 1867 Jón Thoroddsen. Kápa skinnband nokkuð gott.  síður 21-28 lélegar einnig síður 65-123 og aftanvið 168 blaðs. Aðrarsíður nothæfar.

3. Brot af landnámssögu Nýja Íslands  útg. Winnipeg 1919  höf. Thorleif Jóakimsson.    Rauð kápa og hafa nokkrar blaðsíður einkum þó aftast tekið lit úr kápunni. Blaðs. 9-80 í lagi nema hvað eitthvað er um  hundseyru.

4.  Nokkrar skýrslur og dómar gefið út að tilhlutan ríkisstjórnarinnar 1931 (Prentsm. Acta hf). Óinnbundið 30 fremstu síður ónýtar sem og kápan.   og vantar aftan við  blaðs. 80. síður 31-80 þokkalegar.  Þarna eru ma. Tervani-mál, mál gegn Ernst Fischer skipstjóra Dómar útaf landhelgisbrotum og  Árbæjarmál úr Rangárvallasýslu (snerist um sauðaþjófnað) Vífilsstaðamál er fremst í því sem telst ónýtt.

5. Bandinginn í Chillon og Ágrip af ævi Byrons og athugasemdir. Samanbundið í einni bók í alskinni kápa allgóð. vantar titilsíðu texti hefst á blaðs. 5. Í ævi Byrons er ein síða (47 og 48) ekki stafheil. Rakablettir á síðum.

6. Fimmtíu Passíusálmar  29. útgáfa prentað í Reykjavík 1858 hjá E. Þórðarsyni.    Kápulaust en annað gott.

7.  Fimmtíu Passíusálmar.  Titilsíðu og kápu vantar og útgáfuár því óljóst.  Fyrsti sálmur hefst á síðu blaðs.  3 og sá nr. 50 endar á blaðs. 112. Blaðsíður talsvert blettóttar og  nokkuð um hundseyru.

8. Ævisaga Jóns Ólafssonar Indíafara I og II saman bundin Prentuð hjá S.L. Möller 1908-09. Kápulaust en innsíður í lagi nema tvær ekki alveg stafheilar.

9. Þrjátíu hugvekjur útaf holdtekju og úngdómi Drottins vors Jesú Krists.     Höf. Síra Gunnlaugur sál.  Snorrason samanteki af séra Stefáni Halldórssyni á Myrká.  188 blaðs. Kápulaust en annað má heita gott.

10.  Ferðalýsingar frá sumrinu 1912. Höf  Rögnvaldur Pétursson Prentað í Winnipeg 1914.  Kápulaust  titilsíða léleg og öftustu síðu vantar . Annað nokkuð gott.  Heft eintak.

11. Fornmannasögur eftir gömlum handritum útgefnar af Norræna Fræðafélaginu 1827 prentað í Kaupmannahöfn hjá Harðvig F. Popp Þriðja bindi niðurlag sögu Ólafs Tryggvasonar. Illa farið en þó virðast allar blaðsíðurnar vera til staðar og hægt að fá eitthvað í þokkal. ástandi.

Price: kr 0